Greiningardeild Kaupþing reiknar með að hægja muni heldur meira á íslenska hagkerfinu vegna lausafjárkreppunnar en fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir í sínum spám. Aðstæður sem þessar hafi hins vegar ekki komið upp á áður og því sé erfitt að spá fyrir um nákvæmlega hversu hröð eða mikil kólnunin í hagkerfinu verður en ljóst sé að bankarnir haldi mjög að sér höndum í útlánum eins og sakir standa.

Þá telur greiningardeild Kaupþings að Seðlabankinn muni ekki lækka stýrivexti eins skarpt og gert er ráð fyrir í spám bankans.

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að úrvalsvísitalan verði nálægt 6.850 stigum í lok ársins sem er um 8% hækkun frá upphafi ársins en um 23% hækkun miðað við gengi vísitölunnar nú.