Gengi hlutabréfa í Evrópu fór vel af stað í ársbyrjun og hækkuðu helstu vísitölur um 3,2% að meðaltali í janúar. Þar munaði mest um 4,9% hækkun bæði á CAC40 í Frakklandi og DAX í Þýskalandi, segir greiningardeild Glitnis.

Hægst hefur þó á þessari hækkun í apríl en hún nam 0,2% í síðasta mánuði, að meðaltali. Mestu munaði þar um 1% hækkun FTSE 100 í Bretlandi en örlítil lækkun var í Frakklandi. Það sem af er maí nemur hækkun helstu vísitalna 0,3% að meðaltali og dreifist hún nokkuð jafnt milli stærstu landanna, að sögn greiningardeildar.

Hagvaxtarspár fyrir evrusvæðið og Bretland hafa heldur verið hækkaðar upp á við fyrir þetta ár. Af stóru löndunum á evrusvæðinu hefur hagvaxtarspá aðeins verið lækkuð á Ítalíu. Spár um meiri hagvöxt ættu að öllu jöfnu að benda til þess að horfur fara batnandi á þessum mörkuðum.