Í síðustu viku var 104 fasteignasamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er nokkuð minna en meðaltal síðustu 12 vikna sem nemur 146 samningum, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Útlit er fyrir að vikulegur fjöldi kaupsamninga í júlí verði um 117 að meðaltali og er þetta minnsta velta í júlímánuði frá upphafi mælinga árið 2001," segir greiningardeildin.

Umsvif á fasteignamarkaði hefur töluverða fylgni við myndun íbúðaverðs. ?Var veltan til að mynda heldur lök árið 2001 þegar íbúðaverð tók að lækka að raunvirði. Það að veltan nú sé að komast á svipaðar slóðir og þá rennir stoðum undir spár um að heldur fari að hægjast á eftirspurn á fasteignamarkaði," segir greiningardeildin.