Leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, Fredrik Reinfeldt, segir að flokkurinn muni hefja einkavæðingu ríkisrekinna fyrirtækja í Svíþjóð nái flokkurinn kjöri í komandi kosningum, segir í frétt Financial Times.

Líklegt er að þau fyrirtæki sem þegar eru skráð í markaði verði seld fyrst, en það eru 19,5% hlutur ríkisins í Nordea bankanum, 45,3% hlutur í fjarskiptafyrirtækinu TeliaSonera, 6,7% hlutur í OMX kauphöllinni og 21,4% hlutur í SAS flugfélaginu.

Fram kemur í frétt Børsen að stjórnmálaleiðtogar í Danmörku muni endurskoða eignarhlut sinn í SAS ef verður af einkavæðingunni í Svíþjóð, ef Svíar selji sinn hlut sé engin ástæða fyrir Dani að halda 14,3% hlut sínum í flugfélaginu.