Að sögn Þórðar Kárasonar, framkvæmdastjóra Papco, er áfram unnið að áformum félagsins um að reisa pappírsverksmiðju á Hellisheiði en greint var frá þeim áformum í upphafi árs. Að sögn Þórðar hefur fjármögnun gengið hægt, meðal annars vegna aðstæðna hér á Íslandi og erlendis. "Við ákváðum að hægja aðeins á ferlinu í ljósi efnahagsaðstæðna. Við finnum fyrir miklum þrýstingi erlendis frá að koma þessari verksmiðju af stað því þörfin er mikil fyrir framleiðsluna," sagði Þórður í samtali við Viðskiptablaðið.

Áformin ganga út á að reisa versksmiðju sem framleiðir 30 þúsund tonn af hreinum pappír á ári og var miðað við að það yrði allt flutt út. Kostnaður við verksmiðjuna er áætlaður 30 milljónir evra. Að sögn Þórðar var komin erlendur samstarfsaðili en allar forsendur hafa breyst og óvíst með þátttöku þeirra.