Breska afþreyingar- og fjarskiptafyrirtækið BSkyB hyggst nú bjóða eigendum iPhone símanna að horfa á ensku knattspyrnuna beint í símanum.

BSkyB, sem þekktast er fyrir þjónustu sína í áhorfsgreiðslu (e. pay per view), hyggst þannig bjóða útsendingar frá Sky Sports, ESPN auk Sky News beint í iPhone síma. Samkvæmt frétt BBC mun það einungis kosta 6 Sterlingspund á mánuði.

Reyndar ætlar félagið að bjóða meira en bresku úrvalsdeildina til sýninga. Þannig stendur til að sýna skosku knattspyrnuna, krikket og golf keppnir beint í iPhone.

Samkvæmt frétt BBC kostar áskrif að Sky Sports 1 og 2 nú 26,5 pund á mánuði en þá kostar allur íþróttapakki Sky – að undanskildu ESPN – 35 pund. Hér er að sjálfsögðu átt við sjónvarspáskrift. Þá er hægt að niðurhala Sky Mobile TV, ókeypis en það er forrit sem gerir mönnum kleift að horfa á leiki á netinu.

Hingað til hefur þó verið hægt að horfa á leiki öðrum símum í gegnum 3G kerfi símafyrirtækja. Hins vegar hefur ekki verið boðið upp á að horfa á þá í beinni útsendingu.