Hægt hefur gengið að selja íbúðir í 101 Skuggahverfi í sumar, að sögn framkvæmdastjóra Þyrpingar. „Það hefur verið rólegt yfir þessu undanfarna þrjá mánuði. Við finnum að fólk er aðeins að hinkra, en áhuginn er þó fyrir hendi,“ segir Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar sem er móðurfélag 101 Skuggahverfis.

„Það hefur verið nokkuð um að fólk sé að koma að skoða og taka frá íbúðir, en það sem veldur því að væntanlegir kaupendur hinkra núna er kannski sala þeirra eigin eigna sem einnig gengur hægt."

„Þannig að þetta eru keðjuverkandi áhrif. Fólk vill ekki kaupa nema það sé búið að selja sína eigin íbúð.“

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .