Samkomulag hefur náðst milli Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, og Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra, vegna þess ráðning hans sem stundakennara við skólann var afturkölluð. Ráðningin var afturkölluð eftir að athugasemd hafði verið gerð við ráðninguna í netheimum. Í tilkynningu frá Jóni Baldvini til fjölmiðla segir að rektor hafi beðið Jón Baldvin afsökunar og HÍ greitt honum hálfa milljón króna.

Samkvæmt tilkynningunni biður rektor Jón Baldvin afsökunar a að malsmeðferð hafi verið ábotavant og bitnað að ósekju á honum. Þá er staðfest að Jón Baldvin uppfylli almenn hæfisskilyrið sem gerð eru til stundakennara. Háskóli Islands viðurkennir ekki botaskyldu i málinu.