Samkvæmt samningi Alvotech og Vísindagarða Háskóla Íslands um byggingu húsnæðis undir starfsemi fyrirtækisins mun Alvotech greiða 431 krónu á mánuði í lóðarleigu fyrir hvern byggðan fermetra. Þegar húsið, sem er 11.150 fermetrar, verður fullbyggt verður leigan rúmlega 4,8 milljónir á mánuði. Þessu greinir mbl.is frá.

Samkvæmt samningnum mun Alvotech greiða frá afhendingu lóðarinnar 6. nóvember 2013 og þar til húsið verður tekið í notkun í lok árs 2015 um 25% af umsamdri lóðarleigu og telst helmingur þeirrar upphæðar til lóðarleigu á fyrrgreindu tímabili, eða rúmlega 600 þúsund krónur á mánuði. Hinn helmingur greiðslunnar safnast upp og nýtist til frádráttar þeirri leigu sem fyrirtækinu er skyldugt að greiða á þeim tíma sem líða mun frá því að húsnæðið er tekið í notkun og þar til framleiðsla mun hefjast á ný.