Háskóli Íslands hefur ákveðið að koma til móts við þá sem vilja bregðast við breyttri stöðu á vinnumarkaði með því að hefja háskólanám eða bæta við fyrra nám sitt. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Tekið verður við umsóknum nýnema í grunnnám dagana 10.-30. nóvember 2008. Einnig hefur umsóknarfrestur til framhaldsnáms verið framlengdur til  15. nóvember. Sótt er um rafrænt í grunnnámið en umsóknareyðublöð í framhaldsnám er að finna á vefsíðum deilda og á Þjónustuborði  í Háskólatorgi.

Á Háskólavefnum hefur verið opnuð sérstök upplýsingagátt sem tengist því að hefja nám að nýju og takast á við breyttar aðstæður. Þar eru upplýsingar um námið sem í boði verður í Háskóla Íslands á vormisseri 2009.

Sjá http://saman.hi.is/