*

mánudagur, 20. september 2021
Innlent 10. febrúar 2021 11:38

HÍ skoðar kaup á Bændahöllinni

Háskóli Íslands er með það til skoðunar að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu. Horft til þess að flytja menntasviðið í bygginguna.

Ritstjórn
Höskuldur Marselíusarson

Til skoðunar er innan veggja Háskóla Íslands að kaupa húsnæði Hótel Sögu. Staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, í samtali við Markaðinn. Hann segir viðræður standa yfir við menntamálaráðuneytið um kaupin.

Horft sé til þess að flytja menntasvið Háskóla Íslands frá Stakkahlíð í bygginguna sem áður hýsti hótelið sögufræga. Auk þess sé til skoðunar að rýmið muni einnig hýsa skrifstofur, tæknideild og stúdentagarða. 

Í samtali við Markaðinn bendir rektorinn á að það sé, að gefnum tilteknum forsendum, ódýrara að kaupa Hótel Sögu en að byggja nýtt húsnæði. Fasteignin krefjist þó einhverra endurbóta til að laga hana að skólastarfi.

Fasteignin sem Hótel Saga er í er í eigu Bandahallarinnar, félags í eigu Bændasamtaka Íslands.