Alls 1.539 kandídatar brautskrást frá Háskóla Íslands í dag. Er það mesti fjöldi frá upphafi, að því er fram kemur á vef HÍ. Vegna fjöldans er brautskráningin í tvennu lagi.

Fyrri brautskráningin var klukkan 11 í Laugardalshöll í morgun og hin síðari fer fram klukkan 14 á sama stað.

„Skýringuna á fjölda kandídata er að finna í þeim mikla vexti sem verið hefur í Háskóla Íslands," segir á vef HÍ.

„Háskólinn stækkaði t.a.m. um fjórðung við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands 1. júlí í fyrra og svo um 10% við inntöku nýnema um síðustu áramót."

Sjá vef Háskóla Íslands hér.