„Ég reyni iðulega að leggja við hlustir því mér finnst mjög áhugavert að hlusta á hvaða skilaboðum prestar landsins vilja koma áfram til þjóðarinnar,“ segir Dögg Hjaltalín, blaðamaður Viðskiptablaðsins.

Dögg skrifar í pistli í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins inntakið í flestum predikunum valda sér oftast vonbrigðum, þær séu háfleyg helgislepja sem nái ekki til sín. „Þarna er því á ferðinni algjörlega vannýtt tækifæri presta til að bæta ímynd sína og kirkjunnar,“ skrifar Dögg.

„Eftir að hafa hlustað á predikanirnar um árabil lét ég loks verða af því að skrá mig úr þjóðkirkjunni og það sorglega var að predikanirnar urðu til þess að gera mig mun vissara í minni sök um að þjóðkirkjan væri ekki rétti staðurinn fyrir mig.“

Pistill Daggar í heild sinni