Viðskiptablaðið sem kom út í dag fjallar ítarlega um aðgerðaráætlun stjórnvalda í efnahagsmálum til að bregðast við áhrifum útbreiðslu SARS-CoV-2 veirunnar, sem veldur Covid 19 sjúkdómum, hér á landi og áheimsbyggðina alla. Tekur blaðið til að mynda saman viðbrögð helstu hagsmunaaðila við áætluninni.

Í umsögn Samtaka atvinnulífsins kveður í upphafi við svipaðan tón og í umsögn Viðskiptaráðs og á það bent að spár ríkisins séu helst til of bjartsýnar. Einnig er sett út á það að þar sé enga hagræðingarkröfu að finna á opinberar stofnanir en ljóst sé að starfsemi einhverra stjórnvalda muni dragast verulega saman eða leggjast af í nokkrar vikur eða mánuði.

Ótækt sé að áföllum nú verði mætt með hærri opinberum álögum á atvinnulífið á næstu árum. Nauðsynlegt sé að draga samtímis úr útgjöldum og hagræða í rekstri. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .