*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 17. nóvember 2011 14:19

Framtakssjóðurinn selur eignir Icelandic Group vestra

Fisksölufyrirtækið Icelandic Group er að klára sölu á eignum sínum í Bandaríkjunum og í Kína til High Liner Foods fyrir 27 milljarða króna.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Norður-Ameríska matælafyrirtækið High Liner hefur samið um að kaupa eignir Icelandic Group í Bandarikjunum og í Kína fyrir 230,6 milljónir dala, jafnvirði 27,1 milljarða króna.

Búist er við að kaupin gangi í gegn undir árslok eða á fyrsta fjórðungi næsta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá High Liner Foods. 

Framtakssjóður Íslands á Icelandic Group og hefur unnið að því upp á síðkastið að selja eignir fyrirtækisins. 

Þetta er sambærileg upphæð og norræni fjárfestingarsjóðurinn Triton bauð í eignir Icelandic Group. 

Kaupsamningurinn kveður á um að auk kaupa á verksmiðjum samþykkti High Liner Foods að greiða Icelandic Group þóknun í sjö ár vegna notkunar á vörumerkinu Icelandic Seafood í Bandaríkjunum, Kanada og í Mexíkó. 

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is