Hráolíuverð í framvirkum samningum til afgreiðslu í nóvember hefur verið að lækka í morgun og er nú 67,10 dollarar á tunnu hjá Brent í London. Verðið hefur einnig verið að lækka á hrávörumarkaði í New York en er þar 69,21 dollara á tunnu.

Á vefsíðu Financial Times segir að hrávörumarkaðurinn sé hikandi nú í vikubyrjun og að menn hafi áhyggjur af bata á efnahags heimsins. Þrátt fyrir lækkandi verð á olíu telur Francisco Blanch,yfirmaður hrávörumarkaðsrannsókna hjá Bank of America að hráolíuverðið kunni að fara yfir 100 dollara markið á árinu 2011, ef ekki verðið tekin upp ákveði stefna um að draga úr eftirspurn á heimsvísu. Segir hann að olíuverðið sé það sem dragi vagninn í átökum Bandaríkjanna og Asíu um yfirráðin fyrir olíubirgðunum. Þessi átök geti skapað hættu fyrir endurreisn efnahagslífsins á heimsvísu strax á seinni helmingi næsta árs.

Ákveðin samsvörun hefur verið í gegnum tíðina á olíu- og gullverði í tengslum við gengi dollars. Bendir Blanch á að á hrávörumarkaði hafi menn vaxandi áhyggjur af því að spákaupmenn og vogunarsjóðir geti skaðast vegna þess að þeir hafi veðjað um of á hækkandi verð á gulli sem farið hefur yfir 1.005 dollara á únsu. Hátt gullverð sé t.d. þegar farið að skaða skartgripamarkaðinn sem kunni að leiða til minnkandi eftirspurnar. Í Miðausturlöndum hafi eftirspurn fallið um 18% eða 72 tonn á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra.