Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri Vigfúsar Guðbrandssonar og Co. ehf. sem rekur verslunina Sævar Karl í Bankastræti.Hildur starfaði áður sem sölu- og þjónustustjóri hjá Nova ehf. og bar þar ábyrgð á uppbyggingu verslana  og þjónustuvers.

Þegar fyrirtækið hóf rekstur bar Hildur ábyrgð á  sölu og þjónustu til einstaklinga ásamt daglegum  rekstri verslana og þjónustuvers.

Áður en Hildur hóf störf hjá Nova starfaði hún sem starfsmannastjóri í Högum, fyrst á Sérvörusviði Haga og síðan í Hagkaupum. Fyrir þann tíma var Hildur stjórnunarráðgjafi hjá IMG. Hildur bjó um árabil í Bandaríkjunum og starfaði þar með háskólanámi sem verslunarstjóri hjá Old Navy. Hildur er með B.A. gráðu í sálfræði frá Florida International University og  M.Sc. gráðu í stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá sama háskóla.