Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram í oddvitasætið á lista flokksins í borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Vísir greinir frá þessu.

Hún mun því berjast um oddvitasætið við núverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, Eyþór Arnalds.

„Mig langar að verða borgarstjóri í Reykjavík og það þýðir að ég ætla að bjóða mig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokknum í næstu borgarstjórnarkosningum,“ hefur Vísir eftir Hildi, en ummælin lét hún falla í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir skömmu.