*

miðvikudagur, 27. október 2021
Fólk 23. júní 2021 12:20

Hildur nýr formaður LeiðtogaAuðar

Hildur Árnadóttir er nýr formaður LeiðtogaAuðar, deildar innan FKA fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu.

Ritstjórn
F.v. Elfa Björg Aradóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Hildur Árnadóttir, Erna Eiríksdóttir og Auður Daníelsdóttir.
Aðsend mynd

Hildur Árnadóttir, formaður jafnvægisvogarráðs FKA og formaður Íslandsstofu, hefur verið kosinn nýr formaðar LeiðtogaAuðar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

LeiðtogaAuður er sérstök deild innan FKA fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageiranum og hinum opinbera. Þá munu félagskonurnar Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá, Elfa Björg Aradóttir hjá Ístaki, Erna Eiríksdóttir hjá Borgarplasti og Guðlaug Sigurðardóttir hjá Landsneti skipa stjórn LeiðtogaAuðar á árunum 2021 til 2022.

Vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur.

Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum og auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu. Félagskonur eru hluti af forystusveit íslensks viðskiptalífs sem gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstöðu innan atvinnulífsins sem vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs, konum í stjórnendastöðum sem sjá tækifæri til að spegla sínar hugmyndir eða ræða almennt um áskoranir sem þær fást við innan síns vinnustaðar. „LeiðtogaAuðir vilja vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur," segir Hildur Árnadóttir, nýkjörinn formaður, í tilkynningunni.

„Konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri á þessum vettvangi og markmið LeiðtogaAuðar er að konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri og nýti sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapurinn býður upp á."

Stikkorð: FKA