*

fimmtudagur, 24. september 2020
Fólk 12. apríl 2016 11:39

Hildur ráðin framkvæmdastjóri

Hildur Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rafarnarins, áður gengdi hún stöðu sviðsstjóra rannsóknar- og þróunarsviðs.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hildur Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rafarnarins. Hún tekur við starfinu af Smára Kristinssyni, sem hefur gegnt því í 30 ár, en hann er einn stofnenda fyrirtækisins. Hildur hóf störf hjá Raferninum árið 2011 og hefur gegnt stöðu sviðsstjóra rannsóknar- og þróunarsviðs fyrirtækisins undanfarin ár.

Hildur lauk mastersgráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá Danmarks Tekniske Universitet árið 2004.  Hún lauk doktorsprófi frá sama háskóla árið 2008 með sérhæfingu í hagnýtri stærðfræði og sjálfvirkri myndgreiningu á heilbrigðissviði. Í starfi hennar sem sviðsstjóra hjá Raferninum hafa verkefni m.a. snúist um þróun á gæðakerfum fyrir myndgreiningar- og geislameðferðardeildir. Þessi verkefni hafa verið unnin í samvinnu við erlenda samstarfsaðila.

Raförninn hefur í rúma þrjá áratugi veitt tækniþjónustu, víðtækra ráðgjöf og hugbúnaðarþróun innan heilbrigðisgeirans. 

Í upphafi var fyrirtækið aðeins með einn starfsmann í hlutastarfi en í dag eru 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu sem sinna bæði innlendum og erlendum verkefnum. Raförninn er í eigu verkfræðistofunnar Verkís.