*

mánudagur, 27. september 2021
Fólk 9. janúar 2018 14:06

Hildur til Mannvits frá Kviku

Mannvit hefur ráðið Hildi Þórisdóttur sem mannauðsstjóra og mun hún jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Ritstjórn
Hildur Þórisdóttir, nýr mannauðsstjóri Mannvits.
Aðsend mynd

Hildur Þórisdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Mannvits og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hildur hefur áralanga reynslu af stjórnun mannauðsmála og starfaði síðastliðin 10 ár hjá Kviku og forverum bankans.

Frá árinu 2012 starfaði Hildur sem markaðs- og mannauðsstjóri Kviku (áður MP banka) og bar ábyrgð á markaðs- og samskiptamálum bankans samhliða mannauðsstjórnun. Árið 2009 var Hildur ráðin starfsmannastjóri MP banka og árin 2007 til 2009 starfaði hún á mannauðssviði Straums fjárfestingabanka. 

Áður starfaði Hildur sem starfsmannastjóri og síðar forstöðumaður framkvæmdasviðs hjá Pósthúsinu. Hildur er með BA í sálfræði og MSc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Um Mannvit

Mannvit er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sem veitir margvíslega tæknilega þjónustu á sviði orku, iðnaðar og mannvirkja og er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði tæknilegrar ráðgjafar og nýsköpunar. 

Fyrirtækið er ásamt dóttur- og hlutdeildarfélögum með starfsemi í Ungverjalandi, Þýskalandi, Noregi og Grænlandi auk Íslands.