Hillary Clinton vann stórsigur í forvali demókrata í Suður-Karólínu í gærkvöldi. Hún hlaut 73,5% atkvæða en Bernie Sanders hlaut rúm 26%. Var sigur Clinton enn meira sannfærandi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir þó búist hafi verið við talsverðum yfirburðum.

Framundan er hinn svokallaði ofur-þriðjudagur þar sem bæði demókratar og repúblíkanar eru með forkosningar í 11 ríkjum samtímis. Í S-Karólínu hélt Clinton áfram að gera það gott meðal blökkumanna, en 80% þeirra kusu hana. Hún hefur nú unnið þrjár af fyrstu fjórum forkosningunum.

Clinton fékk hamingujóskir frá Bernie Sanders eftir sigurinn en sá síðarnefndi sagði þó að baráttan væri einungis rétt svo að byrja.