Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi forsetafrú, og Larry Summers, fyrrverandi efnahagsráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, eru sögð koma til greina sem forstjórar Alþjóðabankans. Greint var frá því í gær að forstjórinn Robert Zoellick ætli að stíga frá í lok júní.

Reuters-fréttastofan segir Hillary Clinton íhuga stöðu sína og vilji jafnvel láta embætti sitt af hendi. Vitnað er til heimildamanns fréttastofunnar sem segir að hana vilja setjast í stól Zoellick. Bæði talsmenn Hvíta hússins og utanríkisráðuneytisins neita því hins vegar að slíkt hafi komið til tals.