Hlutabréf tveggja kínverskra fyrirtækja tóku stór stökk í viðskiptum á þarlendum hlutabréfamörkuðum eftir kosningasigur Donald Trump í Bandaríkjunnum. Hugbúnaðarfyrirtækið Wisesoft Co. hækkaði um ein sex prósent, en kínverska nafnið á fyrirtækinu hljómar eins og „Trump sigrar stórt“. Bílapartaframleiðandinn Ynnan Xiyi Industrial Co. lækkaði hins vegar um 10%, en á kínversku hljómar nafnið eins og „Hillary frænka“. Það eru því ekki bara kennitölur sem geta hreyft við hlutabréfaverði eystra.

Bréf danska vindmylluframleiðandans Vestas Wind hrundu um 14% í upphafi miðvikudagsins, en Trump hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að hnattræn hlýnun af mannavöldum sé uppspuni og hefur vindorka fengið sérstaklega að kenna á því í ræðum Trumps.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .