Í viðtali við The Guardian segist Hillary Clinton ekki hafa áhyggjur af áliti almennings á fjárhagsstöðu hennar.

Hillary Clinton var á dögunum gagnrýnd fyrir ummæli um að hún og Bill Clinton hafi verið mjög illa stödd fjárhagslega eftir að þau kvöddu Hvíta Húsið, en VB.is fjallaði um málið á dögunum. Á sama tíma fékk hún 8 milljóna dollara, eða um 900 milljóna króna, fyrirframgreiðslu fyrir bók sína Living History. Síðan þá hefur hún fengið 200.000 dollara, eða um 22 milljónir króna, greiddar fyrir hverja gestaframkomu auk þess sem hún hefur gefið út nýja bók Hard Choices og líklega fengið svipaða fyrirframgreiðslu fyrir hana og fyrir Living History.

Í viðtalinu segist hún hins vegar ekki hafa áhyggjur af áliti almennings á fjárhagsstöðu hennar. Aðspurð um hvort hún gæti verið góður talsmaður gegn tekjumismuni þrátt fyrir að vera mjög vel efnuð segir hún almenning ekki hugsa um hana sem hluta af ójafnréttis vandamálinu vegna þess að hún og Bill borga tekjuskatt ólíkt öðrum ríkrum aðilum, en segist þó ekki vilja nefna nein nöfn. Auk þess segir hún að þau hafi lagt mikið á sig til að efnast.