*

þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Fólk 9. nóvember 2020 12:25

Hilma og Viktor í ný störf

Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn, þau Hilmu Ósk og Viktor Marinó.

Ritstjórn
Hilma Ósk Hilmarsdóttir og Viktor Marinó Alexandersson.
Aðsend mynd

Hilma Ósk Hilmarsdóttir og Viktor Marinó Alexandersson hafa verið ráðin til starfa á lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners. Lögmannsstofan sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði lögfræði. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

,,Við erum ánægð og spennt að fá þau Hilmu og Viktor til starfa hér á stofunni og bjóðum þau hjartanlega velkomin. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum faglega og vandaða lögfræðiþjónustu, bæði einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi sem og erlendis," segir Sævar Þór Jónsson, aðaleigandi stofunnar.

Fram kemur í tilkynningunni að sérhæfing Hilmu sé heilbrigðisréttur, kröfuréttur, barnaréttur, skaðabótaréttur og félagaréttur. Hilma útskrifaðist með Master frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Hún starfaði áður hjá lögmannsstofunni Réttur Aðalsteinsson & partners.

Viktor er laganemi við Háskóla Íslands en hann stefnir á að útskrifast næsta vor. Fyrirhuguð sérhæfing hans er réttarfar, vinnuréttur, félagaréttur, eignaréttur og stjórnsýsluréttur.