Hilmar Þór Hilmarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Saltkaupa hf. í Hafnarfirði. Hilmar Þór er Bakkfirðingur og hefur sinnt ábyrgðarstöðum í sjávarútvegi alla sína starfsævi. Hann er menntaður Fisktæknir frá  Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði, og hefur lokið  diploma námi í markaðs og útflutningsfræðum frá Háskóla Íslands. Hilmar Þór starfaði um árabil hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.  Undanfarin ár hefur hann  rekið eigið útflutningsfyrirtæki fyrir íslenskar sjávarafurðir, aðallega fiskimjöl og lýsi. Hilmar Þór er einn af eigendum Saltkaupa hf. og mun hann sitja áfram í stjórn félagsins segir í tilkynningu.

Saltkaup hf. er leiðandi í innflutningi og sölu fiski-og götusalts á Íslandi. Aðalstarfsstöð Saltkaupa hf. er í Hafnarfirði, en fyrirtækið er að auki með saltbirgðir á ýmsum stöðum við strandlengjuna, meðal annars  í Grindavík, Grundarfirði, Dalvík, Húsavík, Höfn og Vestmannaeyjum.

Hilmar Þór tekur við af Birni Inga Knútssyni sem lætur af störfum að eigin ósk.