*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 26. september 2020 12:31

Hilmar stýrir nýjum sjóði hjá Kviku

Hilmar Bragi Janusson, sem starfað hefur sem forstjóri Genís frá árinu 2017 mun stýra Iðunni, nýjum fjárfestingasjóði Kviku.

Ingvar Haraldsson
Hilmar Bragi Janusson.
Haraldur Guðjónsson

Hilmar Bragi Janusson verður framkvæmdastjóri Iðunnar, nýs framtakssjóðs á vegum eignarstýringar Kviku banka, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Sjóðurinn mun meðal annars sérhæfa sig í fjárfestingum í líftæknifyrirtækjum en unnið er að því að fjármagna í sjóðinn.

Hilmar hefur verið framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði frá árinu 2017. Þá sat hann jafnframt í stjórn líftæknifyrirtækisins Kerecis á árunum 2015-2019.

Árið 2012 varð Hilmar forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ en þá hafði Hilmar starfað í tuttugu ár hjá Össuri, og leiddi meðal annars rannsóknar og þróunarstarf fyrirtækisins.

Stikkorð: Iðunn Genís Kerecis Hilmar Bragi Janusson Kvika