Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP er nýr formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) og tekur við af Þórólfi Árnasyni.

Frá þessu er greint á vef Samtaka iðnaðarins en Samtök upplýsingatæknifyrirtækja eru starfrækt undir Samtökum iðnaðarins.

Innan SUT eru fimmtíu fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði með á annað þúsund starfsmönnum. Hilmar var áður varaformaður SUT en við því embætti tekur Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell.