*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 1. nóvember 2004 11:20

"Hin gömlu gildi" í heiðri höfð

Ritstjórn

Í september 2000 sendi forstjóri Skeljungs tölvupóst til forstjóra Olís eftir að sænskt fyrirtæki sem Skeljungur hafði verið í viðskiptum við hafði vakið athygli Skeljungs á því að Olís sæktist eftir að gerast umboðsaðili fyrir hið sænska fyrirtæki. Í tölvupóstinum segir m.a. þetta: ?Það sem vekur furðu hjá okkur er að Olís skuli leita svo sterkt eftir að ná erlendum viðskiptasamningum, sem Skeljungur hefur haft um langan tíma. Ber þá enn og aftur nýrra við í samskiptum félaganna og má segja að fátt eitt standi eftir af þeim gömlu gildum er áður voru í heiðri höfð milli félaganna. Er það miður.?

Þarna kristallast viðhorf olíufélaganna til samkeppni. "Hin gömlu gildi" sem
"voru í heiðri höfð milli félaganna" voru m.a. fólgin í því að láta viðskiptavini
hvers annars í friði eins og segir í skýrslu Samkeppnisstofnunar.