Hugsunarhátturinn felst í því að leggja öðruvísi mat á það hvernig þú metur virði innan fyrirtækis svo hægt sé að stytta afgreiðslutíma og lækka kostnað en í grundvallaratriðum snýst straumlínustjórnun um að færa meira virði til viðskiptavinar þíns en samkeppnisaðilar þínir gera.“ Þetta segir Art Byrne, starfandi eigandi í J.W. Childs & Associates og sérfræðingur í aðferðum straumlínustjórnunar (e. Lean management), en hann kynnti þær aðferðir á fyrirlestri í Háskólanum í Reykjavík fyrir fullum sal stjórnenda margvíslegra íslenskra fyrirtækja síðastliðinn mánudag.

Snýst um stöðugar umbætur
Straumlínustjórnun er hálfgert regnhlífarhugtak yfir aðferðir sem þróaðar voru á meðal japanska bílaframleiðandans Toyota á níunda áratugnum með það að markmiði að draga úr birgðastöðu fyrirtækisins og gera þannig framleiðsluferli þess skilvirkara. Margar leiðir eru til að beita straumlínustjórnun og engin ein leið ofar öðrum þar sem hún byggir á ákveðinni menningu stöðugra umbóta innan fyrirtækis.

Meira um málið í Viðskiptabaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .