Tálmum sem hindra sameiningu og yfirtöku banka hefur fækkað í kjölfar þess að aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og Evrópuþingið samþykktu að styðja löggjöf sem dregur úr getu seðlabanka til þess að koma í veg fyrir kaup slík viðskipti innan EES-svæðisins. Samkvæmt löggjöfinni þurfa seðlabankar að skila áliti sínu á kaupum eins banka á öðrum innan sextíu daga eftir að tilkynnt er um þau. Löggjöfin dregur verulega úr getu seðlabanka til þess að koma í veg fyrir yfirtöku erlendra banka á fjármálastofnunum í löndum þeirra en þau koma til með skilgreina nákvæmlega hvenær yfirvöld mega koma í veg fyrir samruna fjármálafyritækja þvert á landamæri. Ekki verður lengur hægt að koma í veg fyrir samruna til þess að vernda stöðu innlendra fjármálastofnana.

Fram til þessa hafa seðlabankar og aðrar eftirlitsstofnanir haft töluverðar heimildir til þess að skipta sér af fjárfestingum erlendra fjármálafyrirtækja í bönkum innan þeirra landamæra sem þeir starfa. Þrátt fyrir að slíkar stofnanir megi einungis koma í veg fyrir slík viðskipti stofni þau fjármálastöðugleika í hættu telur framkvæmdastjórn ESB að fjármálayfirvöld í einstaka ríkjum hafi komið í veg fyrir samruna banka þvert á landamæri vegna þjóðlegra áhyggna yfir erlend áhrif. Það vakti mikla athygli fyrir tveim árum hvernig ítalski seðlabankinn reyndi að koma í veg fyrir kaup hollenska bankans ABN Ambro á þarlendum banka. Andstaða pólskra stjórnvalda við kaup ítalska bankans UniCredito á þýska bankanum HBV árið 2005 er einnig til marks um getu stjórnvalda til þess að koma í veg fyrir samruna þvert á landamæri. Þau kaup tryggja yfirburðastöðu UniCredito á pólska markaðnum enn frekar.