*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 29. apríl 2017 13:10

Hinir hæfustu lifa af

Ný bandarísk rannsókn sýnir fram á að eftir því sem lágmarkslaun eru hækkuð þá aukast líkurnar á því að veitingastaðir leggi upp laupana.

Bjarni Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Lágmarkslaun eru endalaus uppspretta rökræðna og rifrildis í stjórnmálum, en merkilegt nokk eru hagfræðingar almennt á einu máli um efnahagslegar afleiðingar þess að leiða í lög lágmarkslaun þar sem þau eru ekki til staðar eða að hækka þau lágmarkslaun sem fyrir eru.

Almennt – og að öllu öðru óbreyttu – minnkar eftirspurn eftir vöru eða þjónustu þegar hún hækkar í verði. Á það sama við um vinnuafl  og hafa fjölda­ margar rannsóknir verið gerð­ar sem sýna fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir öllu jöfnu til þess að störfum í ákveðn­ um geirum fækkar – eða fjölgar minna en reynsla fyrri ára gerði tilefni til að ætla.

Má sem dæmi nefna ritgerð þeirra Davids Neumark og Williams Wascher sem gerð var fyrir National Buerau of Economic Research í Bandaríkjunum, en í ritgerðinni voru tengsl lág­markslauna og atvinnustigs skoðuð. Um var að ræða saman­tekt á fjölda rannsókna á þessu sviði og sögðu þeir að í mikl­um meirihluta rannsóknanna kæmu fram stöðug orsakatengsl milli lágmarkslauna og aukins atvinnuleysis - einkum hjá ófaglærðu starfsfólki.

Úttektina í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Stikkorð: Lágmarkslaun Hagfræði Úttekt