Embættismaður í Seðlabanka Japans hvetur til þess að vel sé fylgst með neyslu almennings, sem bendir til þess að áframhaldandi hægagangur í efnahagslífi landsins valdi stjórnendum bankans en í næsta mánuði verður stefnumörkunarfundur bankans.

Hægur vöxtur tekna og neyslu

„Ég trúi því að við verðum að fylgjast vel með þeim hæga vexti sem er í gangi á milli tekna og neyslu og hvernig það mun þróast hér eftir,“ sagði Yukitoshi Funo í borginni Niigata í norðvesturhluta Japans.

Hingað til hefur Funo stutt við tvær aðgerðir til þess að örva efnahagslífið á þessu ári.

Minnkandi neysla ríkra og ferðamanna

Mælingar benda til varkárni neytenda og fyrirtækja sem treysta á neyslu almennings. Vísar hann sérstaklega til minnkandi neyslu meðal þeirra ríku og erlendra ferðamanna.

Jafnframt benti hann á hægum vexti grunnlauna og vildi að fylgst væri vel með því hvernig fyrirtæki eyða tekjum sínum.

Vilja nýta öll tól bankans

Tók hann undir orð seðlabankastjórans Haruhiko Kuroda um að Japansbanki þyrfti að „nýta öll tól“ til að breyta hugsunarganginum sem leiðir til verðhjöðnunar og ná 2% verðbólgumarkmiðum.

Var hann þar að vísa í eignakaupaáætlun seðlabankans sem nemur 80 þúsund milljarða jena á ári sem og neikvæðum stýrivöxtum.

Samt sem áður gaf hann ekki neitt uppi um hver ákvörðun bankans verður þegar næsti stýrivaxtafundur hans verður 20-21 september. Búast margir hagfræðingar þó við að enn verði lagt í að reyna að blása lífi í hagkerfið.