Launagreiðslur til forstjóra í Bandaríkjunum slógu öll met á síðasta ári. Forstjóri venjulegs fyrirtækis á hlutabréfamarkaði þénaði um 9,6 milljónum dollara árið 2011 samkvæmt greiningu The Associated Press. Þetta er um 6% hækkun á launum miðað við árið 2010.

Þetta er annað árið í röð sem laun forstjóra hækka og hafa ekki verið hærri síðan The Associated Press hóf mælingar á launum yfirmanna árið 2006.

Bónusar í formi hlutabréfa

Árið 2011 varð talsverð breyting á bónusgreiðslum til forstjóra. Algengara er að forstjórar fái hlutabréf sem bundin eru til langs tíma. Þar af leiðandi er meiri hvati fyrir forstjóra að hlúa sérstaklega vel að rekstri fyrirtæksins enda í þeirra hag að hlutabréfin hækki.