Aðalfundur VÍS er haldinn í dag og verður þá kosin ný stjórn, en Friðrik Hallbjörn Karlsson, núverandi stjórnarformaður, hefur ekki gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Í kjölfar frétta af framboðum til stjórnar lækkaði gengi bréfa VÍS um 2,9% á þriðjudag og um 0,66% í gær.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að óvissa um fyrirætlanir Friðriks ráði þar miklu um, en félag hans, Hagamelur ehf., á nú 5,23% hlut í félaginu og hefur hann verið fjárfestir sem lætur til sín taka.

Þá voru margir hissa á því að hvorugt hjónanna Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarsson skyldi bjóða sig fram, en þau keyptu nýlega 3% hlut í VÍS.