Uppsafnaður sparnaður með því að nota jarðhita til húshitunar í stað olíukyndingar á árunum 1914 til 2012 nemur 2.300 milljörðum króna. Árið 2012 nam sparnaðurinn 112 milljörðum króna sem er yfir 6% af landsframleiðslu.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýútkominni ársskýrslu Orkustofnunar fyrir síðasta ár.

Í stöplaritinu hér að neðan sem fengin er úr ársskýrslunni er skoðað hver kostnaðurinn hefði verið fyrir heimilin í landinu ef áfram hefði verið kynnt með olíu. Uppsafnaður núvirtur sparnaður nemur 2.300 milljörðum króna frá árinu 1914 - 2012.