Íslendingar hafa sparað sér 2.420 milljarða króna á fjörtíu árum með því að hita hús sín með jarðhita í stað olíu.

Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um nýtingu vatns hér á landi.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að það kostar allt að 2,5 milljarða króna að setja upp rennslismæla í öll íbúðarhús í stað núverandi gjaldtökufyrirkomulags þar sem vatnsnotkun er víðast hvar áætluð út frá fasteignamati.