*

mánudagur, 16. maí 2022
Erlent 2. júlí 2021 17:45

Hitnar í kolunum í geim­kapp­hlaupinu

Richard Bran­son ætlar að verða fyrsti geim­flauga­frum­kvöðullinn til að fara út í geim og skjóta þannig Jeff Bezos ref fyrir rass.

Það er farið að hitna í kolunum í geim­kapp­hlaupi milljarða­mæringanna en Richard Bran­son, stofnandi Virgin sam­steypunnar, ætlar að skjóta Jeff Bezos ref fyrir rass og verða fyrsti geim­flauga­frum­kvöðullinn til að fara út í geim. Was­hington post greinir frá.

Upp­haf­lega ætlaði Bran­son að vera um borð í seinna geim­flugi en nú stefnir allt í að hann verði um borð í geim­flugi Virgin Galactic, sem Bran­son á fjórðungs­hlut í, sem á­ætlað er að verði 11. júlí næst­komandi. Fyrir­huguð geim­ferð Jeff Bezos er níu dögum síðar, þann 20. júlí.

Bran­son segist vera spenntur fyrir ferðinni en jafn­framt að hann ekki ætlað að sigra Bezos og að tíma­setningin sé ein­göngu ó­trú­leg til­viljun. Geim­flaug Virgin Galactic, SpaceS­hipTwo Unity, hefur þrisvar sinnum áður farið út í geim en þetta verður í fyrsta sinn sem að fjórir á­hafnar­með­limir verða um borð.

Á­samt Bran­son verða þrír starfs­menn Virgin Galactic sem munu meta gæði, upp­lifun og öryggi geim­flugsins. Meðal þeirra er Beth Moses, yfir­geim­fara­þjálfari fé­lagsins, en hún var um borð í öðru geim­flugi fyrir­tækisins.

Stikkorð: Richard Branson Jeff Bezos Virgin