Guðrún Ó. Blöndal settist í síðasta mánuði í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Guðrún er sjálfstætt starfandi ráðgjafi en hún starfaði fyrir Kaupþing um árabil og var framkvæmdastjóri Arion verðbréfavörslu. Auk þess að sitja í stjórn FSÍ er hún stjórnarmaður í Mílu og fasteignafélaginu Regin.

Guðrún er gift Friðriki Jóni Arngrímssyni, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Saman eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Spurð um helstu áhugamál segir Guðrún þau vera stjórnmál, tónlist og lestur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.