Samstæða Hjallastefnunnar tapaði 102 milljónum króna á síðasta rekstararári samanborið við 166 milljóna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Tekjur Hjallastefnunnar jukust um 500 milljónir á milli ára. Á sama tíma jukust rekstrargjöld um 820 milljónir, sem skýrist af 224 milljóna króna afskriftum Bak-Hjalla ehf., dótturfélags Hjallastefnunnar, vegna skólahúsa sem þurftu að víkja af lóð HR í Öskjuhlíðinni.

Á síðasta skólaári voru 18 Hjallastefnuskólar starfandi með 2.000 nemendum, þar af leikskólar með 1523 börnum og grunnskólar með 477 börnum.

Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, átti 92% hlut í félaginu í lok júlí í fyrra.

Hjallastefnan ehf.

2021/22 2020/21
Rekstrartekjur 5.818 5.319
Afkoma -102 166
Launakostnaður 4.639 4.173
Eigið fé 212 314
Lykiltölur í milljónum króna.