Hjálmar Gíslason fékk í dag UT verðlaun Ský 2015 á UTmessunni í Hörpu. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Hjálmar sé góð fyrirmynd og hafi viðtæka þekkingu og reynslu af upplýsingatækni. „Hann er framsýnn og hefur sterka tilfinningu og framtíðarsýn fyrir tækni og þróun. Með sölu á Datamarket til Qlik sýndi Hjálmar að hann er ekki aðeins frábær frumkvöðull sem fundið hefur hugmyndum sínum farveg, heldur er hann einn af allt of fáum sem hafa kunnáttu, þrautseigu og getu til að fylgja hugmynd eftir alla leið til enda með góðri sölu til stærra og öflugra fyrirtækis og þannig tryggt enn betur framgang hennar.“

Hjálmar stofnaði Datamarket árið 2008 og starfar nú hjá Qlik em var áður framkvæmdastjóri Datamarket sem Qlik keypti í lok síðasta árs.