Hjálmar Gíslason, forsprakki og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Datamarket, sviptir í dag hulunni af myndrænni framsetningu á ýmsum upplýsingum úr orkugeiranum vestanhafs. Þetta verður gert við hátíðlega athöfn á ráðstefnunni Energy Datapalooza í Hvíta húsinu í Washington.

Nokkur fjöldi annarra nýsköpunarfyrirtækja sem vinna með gögn um orkuframleiðslu kynna jafnframt afurðir sínar. Gögnin eru frá bandarískum stjórnvöldum og öðrum opinberum aðilum. Fram kemur í tilkynningu frá Datamarket að fyrirtækið vinni með þúsundir gagna úr stjórnsýslunni.

Datamarket var stofnað árið 2008. Það opnaði skrifstofu og dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum í byrjun árs.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendinga frá viðburðinum á netinu hér . Útsendingin er hafin. Hjálmar býst við því að verða í sviðljósinu um klukkan 14 að íslenskum tíma.