Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, segir stjórnvöld ekki hjálpa alþjóðlegum risafyrirtækjum að stinga undan skatti í heimalöndum sínu m. Þvert á móti ætli írsk stjórnvöld að vinna með Evrópusambandinu og öðrum alþjóðlegum stofnunum að því að setja á laggirnar aðgerðahóp sem hindra eigi skattaundanskot.

Eins og fram hefur komið, s.s. á vef Viðskiptablaðsin s, er bandaríska tæknifyrirtækinu Apple gefið að sök að hafa komið sér hjá greiðslu skatta í Bandaríkjunum af stórum hluta tekna sinna með því að búa til vef aflandsfélaga utan landsteina. Eitt þeirra er skráð á Írlandi en þar eru skatthlutfallið nokkuð lægra en vestanhafs.

Breska dagblaðið Financial Times hefur eftir forsætisráðherranum í umfjöllun sinni um málið á vef sínum að þrátt fyrir þessar ásakanir hafi hvorki framkvæmdastjórn Evrópusambandsins né önnur evrópsk stofnun krafist þess að ríkisstjórn Írlands veiti upplýsingar um málið.

Blaðið heftir eftir Kenny m.a. að stjórnendur fyrirtækja horfi til fleiri þátta en skatta þegar það ákveði að hefja starfsemi á Írlandi. Umhverfi fyrirtækja sé m.a. hagstætt og fólk þar almennt vel menntað.