Hjalti Pálsson hefur verið ráðinn til PSA Group, framleiðanda Peugeot, Citroën og Opel bíla, sem yfirmaður markaðssetningar rafmagnsbíla í stafrænum miðlum, svokallaður „Digital Director“ fyrir deild rafmagnsbíla hjá bílaframleiðandanum.

Hjalti er með Mastersgráðu í stafrænni markaðsfræði frá Kedge Business school í Marseille, en Hjalti hafði áður útskrifaðist með B.Sc. gráðu í markaðsfræði frá Bandaríska háskólanum í Róm í Ítalíu árið 2016. Áður hafði hann tekið viðskiptafræði við HÍ sem og í St. Thomas University í Miami í Bandaríkjunum en þangað fór hann á tennisstyrk.

Hjalti var áður í starfsnámi hjá PSA Group og sem leiðsögumaður í sumarstörfum hér á landi, bæði í hvalaskoðun hjá Special Tours og Snjósleðaferðir með Mountaineers of Iceland.

Hjalti fæddist í Reykjavík 6 júni 1991 en flutti til Strasbourgar í Frakklandi árið 1997 þar sem hann bjó í Strasbourg þangað til hann flutti aftur til Íslands 15 ára gamall. Hann talar reiprennandi íslensku, frönsku, ítölsku, ensku, spænsku og svo getur hann bjargað sér í þýsku.