*

sunnudagur, 16. maí 2021
Fólk 26. janúar 2018 12:28

Hjalti ráðinn til Peugeot Citroën

Franski bílaframleiðandinn PSA Group hefur ráðið Hjalta Pálsson sem yfirmann stafrænnar markaðssetningar rafbíla.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hjalti Pálsson hefur verið ráðinn til PSA Group, framleiðanda Peugeot, Citroën og Opel bíla, sem yfirmaður markaðssetningar rafmagnsbíla í stafrænum miðlum, svokallaður „Digital Director“ fyrir deild rafmagnsbíla hjá bílaframleiðandanum.

Hjalti er með Mastersgráðu í stafrænni markaðsfræði frá Kedge Business school í Marseille, en Hjalti hafði áður útskrifaðist með B.Sc. gráðu í markaðsfræði frá Bandaríska háskólanum í Róm í Ítalíu árið 2016. Áður hafði hann tekið viðskiptafræði við HÍ sem og í St. Thomas University í Miami í Bandaríkjunum en þangað fór hann á tennisstyrk.

Hjalti var áður í starfsnámi hjá PSA Group og sem leiðsögumaður í sumarstörfum hér á landi, bæði í hvalaskoðun hjá Special Tours og Snjósleðaferðir með Mountaineers of Iceland.

Hjalti fæddist í Reykjavík 6 júni 1991 en flutti til Strasbourgar í Frakklandi árið 1997 þar sem hann bjó í Strasbourg þangað til hann flutti aftur til Íslands 15 ára gamall. Hann talar reiprennandi íslensku, frönsku, ítölsku, ensku, spænsku og svo getur hann bjargað sér í þýsku.