Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hófst formlega í gær. Matthildur Eggertsdóttir, 4ra ára leikskólastúlka, var fyrst til að gefa hjól, en hún kom með gamla hjólið sitt í Sorpu á Sævarhöfða.

Þetta er í þriðja sinn sem Barnaheill standa fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga. Í tilkynningu kemur fram að söfnunin stendur til 15. júní og verður hjólum safnað á endurvinnslustöðvum Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.

Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og í Reykjanesbæ.

Lið sjálfboðaliða gerir hjólin upp undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum. Söfnunin er að þessu sinni unnin í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbinn.

Hægt er að fylgj­ast með hjóla­söfn­un­inni á Face­book-síðu henn­ar þar sem fólk get­ur einnig skráð sig til þátt­töku í viðgerðum.