Á dögunum samþykkti Bandaríkjastjórn að leggja verndartolla á innflutning á kínverskum hjólbörðum. Tollurinn mun nema á bilinu 25-35% og vera í gildi í þrjú ár.

Stjórnvöld í Peking hafa brugðist við þessari ákvörðun með því að senda inn kvörtun til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og hermt er að þau hyggist svara í sömu mynt með verndartollum á innflutning á bandarískum kjúklingum og varahlutum í bifreiðar.

Viðskipti með hjólbarða, kjúklinga og varahluti eru ekki dags daglega í heimsfréttunum en kastljósið beinist nú að þeim vegna tímasetningar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar. Ákvörðunin er tekin á sama tíma og alþjóðaviðskipti dragast saman og þrátt fyrir að hið versta kunni að vera afstaðið í alþjóðahagkerfinu er ekki útlit fyrir að þau aukist hratt á næstu misserum.

Verndartollarnir eru settir með skírskotun í lög sem kveða á um tímabundnar takmarkanir ef frjáls innflutningur leiðir til offramboðs. Lagaákvæðið er ekki nýtilkomið og stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ekki til þessa nýtt sér það. Því vakna upp spurningar um hvers vegna ríkisstjórn Baracks Obama forseta setur tollana á núna og hvaða árangri þeim er ætlað að skila.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .