Hjólreiðakeppnin Alvogen Midnight Time Trial verður hald­ in í fyrsta skiptið í miðborg Reykjavíkur í dag. Aðalstyrktaraðili keppninnar er lyfjafyrirtæk­ ið Alvogen og hefur það ákveðið að tileinka keppn­ ina menntun barna.

Fyrirtækið vill með því vekja athygli á þeirri staðreynd að allt of mörg börn í heiminum fara á mis við þau grundvall­arréttindi sín að ganga í skóla.

„Gríðarlegur árangur hefur náðst á undanförnum árum við að koma fleiri börnum í skóla. Engu að síður fara 67 milljónir barna enn á mis við grund­vallarmenntun. Á þessu viljum við vekja athygli. Við trúum því að að menntun sé réttur hvers barns,“ segir Róbert Wess­ man, forstjóri Alvogen, sem mun vera meðal þátttakenda í dag.

Alvogen hefur heitið að styrkja uppbyggingu menntunar í Madagaskar á næstu þremur árum og mun hluti af þátttöku­ gjöldum Alvogen Midnight Time Trial renna til verkefnis UNI­ CEF í landinu en einnig munu þátttökugjöld renna til verkefna Rauða krossins í Síerra Leóne.