Fuþark er nýr alíslenskur smáleikur fyrir vefinn sem fór í dreifingu um síðustu helgi. Leikurin er nú þegar kominn með tæplega 30 þúsund spilanir að því er segir í tilkynningu. Höfundar leiksins eru hjónin Friðrik Magnússon tölvunarfræðingur og Guðný Þorsteinsdóttir kerfisfræðingur og grunnskólakennari en leikjagerðin er helsta áhugamál þeirra.

Fuþark eða Futhark – Odin‘s Quest eins og hann er nefndir á ensku, er þrautaleikur sem reynir á athyglisgáfur og rökhugsun. Eins og nafnið gefur til kynna þá sækir hann innblástur sinn í Hávamál, nánar til tekið Rúnatal, þar sem sagt er frá því þegar Óðinn hangir særður í heimstrénu Yggdrasil  í 9 daga til að öðlast þekkingu á rúnunum. En Fuþark er heiti á rúnaletri því er norrænir menn notuðu á víkingaöld. Leikmaður setur sig í spor Óðins og þarf að vinna sig í gegnum 24 leikjaborð til að öðlast þekkingu á öllum 24 rúnunum. Leikurinn inniheldur einnig margvíslegan fróðleik um rúnirnar, s.s. sögu þeirra, notkun, og merkingu.

Í leiknum eru 3 frumsamin tónverk eftir tónskáldið Ingimar Oddson en hann sér einnig um upplesturinn á erindum Hávamáls í inngangi leiksins.

Höfundar leiksins eru hjónin Friðrik Magnússon tölvunarfræðingur og Guðný Þorsteinsdóttir kerfisfræðingur og grunnskólakennari en leikjagerðin er helsta áhugamál þeirra. Í sumar gáfu þau út fjóra aðra smáleiki sem hafa samtals fengið nálægt milljón spilanir og var einn þeirra styrktur af leikjasíðunni AddictingGames sem er í eigu Cartoon Network.